Bakstur

Bananabrauð með pekanhnetum án viðbæts sykurs

5. January, 2015

bananabraud

Hvað getur verið betra en bananabrauð? Sjálfsagt margt. En fátt er jafn auðvelt, fljótlegt og ofboðslega gott  og þetta bananabrauð. Einu áhöldin sem notuð eru við gerð þess er skál, sleikja, mælibolli, skeið og gaffall. Það tekur ekki nema í mesta lagi tuttugu mínútur að útbúa það, Þá tek ég fráganginn inn í. Síðan tekur 53 mínútur að baka bananabrauðið.skal/sleikja

Og það sem meira er það er enginn viðbættur sykur í þessu bananabrauði. En þó er það passlega sætt. Sætan er fengin úr bönununum.  Í brauðið finnst mér  lang best að hafa gula banana.

Bananar

Það góða við bananabrauðið er að það sómir sér vel við öll möguleg tækifæri t.d. eins og á veisluborði, borðið fram með smjöri, góðum ostum og jafnvel sultu.

Bananabraud a veislubordi

Í nestisboxinu þegar farið er á skíði, hjóla- eða gönguferð.  En þá smyr ég það stundum með hnetusmjöri og set sykurlausa bláberjasutlu ofan á. Verð að segja að þá get ég ekki beðið eftir nestistímanum svo gott er það.

Þá er bara að hefjast handa og skella í eitt bananabrauð.

 

 Uppskriftin

 

Innihald:

 •  4  stk bananar.
 •  1½ bolli gróft spelt.
 • 1/3 bolli brætt smjör.
 • 1 egg, þeytt  m/gaffli áður en það fer í blönduna.
 • Skafið innan úr einni vanillustöng
  • eða 1 tsk vanilluduft.
 • 1 tsk matarsódi.
 • ½ bolli ristaðar pekanhnetur.
  • Myljið hneturnar í lófanum og ristið á pönnu í 2 – 3 mínútur. Standið yfir henni á meðan og hreyfið hneturnar til.
 • Smá salt.

Aðferð: 

 • Hitið ofninn 180 °C

  Bananabraud 1

  Speltið og hneturnar komnar í blönduna.

 • Bræðið smjörið.
 • Stappið bananana með gaffli.
 • Hrærið saman bönunum og smjöri.
 • Bætið egginu og vanilluni saman við.
 • Hrærið þar til allt er vel blandað saman.
 • Stráið matarsódanum yfir og hrærið.
 • Bætið speltinu og pekanhnetunum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

  Bananabraud 2

  Deigið tilbúið.

 • Setjið í smurt brauðform og bakið við 180°c í 53 mínútur.

 

 

 

 

Bakad braud

Athugið hvort brauðið sé ekki örugglega bakað með því að stinga prjóni í það. Ef ekkert kemur á prjóninn og brauðið er laust frá börmunum er það bakað.

bananabraudNjótið.

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like