Sósur

Bernaise sósa

14. May, 2016
DSC_0652

Vægt til orða tekið er stór hluti fjölskyldunnar mjög mikið sósu fólk. Aftur á móti finnst mér sósur ekki mín sterkasta hlið í eldhúsinu. En því eru fjölskyldu meðlimir ekki sammála. Þess vegna finnst mér það eins og himnasending þegar ég er kynnt fyrir súper góðri sósu. Það skemmir ekki ef hún er auðveld í framkvæmd og smakkast eins og fínasta bernes sósa.

Ég er ein af þeim sem hafði/hef aldrei treyst mér í bernes sósu gerð, þar sem á að þeyta mjög hratt með písk yfir vatnsbaði. Nú hlær sjálfsagt einhver og segir hva það er ekkert mál. Auðvitað veit ég það. En eftir að hafa fengið þessa uppskrift þar sem hrærivélin er notuð getur ekkert stöðvað mig.

Það má örugglega ekki kalla þessa sósu bernaise (bernes) sósu en ég stelst til að gera það.

Bernes sósan er að sjálfsögðu sparisósa hjá okkur. En það sem ég er búin að útbúa mikið af henni spari og það sem hún vekur allaf mikla lukku og það sem gestum finnst ég mikill snillingur að geta útbúið þessa dásamlega góðu sósu. Auðvitað tek ég hrósinu og segi að sjálfsögðu þetta er nú ekkert mál.

Sósuna ber ég t.d. fram með nauta- og lambakjöti, og um daginn þegar við vorum með hamborgaraveislu fyrir börnin okkar, maka þeirra og barnabörnin, þá var að sjálfsögðu útbúin bernes sósa með borgurunum. það sem sósan gerði borgarana miklu betri og það sem sósan vakti mikla lukku.

Þar sem eingöngu er notaðar eggjarauður í sósuna finnst mér upplagt að baka eitthvað gott úr hvítunum. Það vill svo vel til að ég er með uppskrift af hollri og góðri pekantertu hér á síðunni þar sem notaðar eru fimm eggjahvítur. Hún er því upplögð í desert.

Varúð!

Eins  og ég sagði er ég búin að gera sósuna all oft. Ég er líka búin að gera öll þau mistök sem hægt er að gera. Ef ég á að telja upp nokkur þá eru það: Bræða smjörið við of háan hita, bræða smjörið og geyma það í ca. klukkustund áður en það er notað, salta sósuna, hita hana upp í örbylgju, hita hana upp í potti  við of háan hita. Sósuna er vonlaust að hita upp án þess að hún skilji sig.

Bernaise sósa

Þessi skammtur dugir fyrir fimm fullorðna á mínu heimili.

DSC_0613

Innihald:

  • 5 eggjarauður.
    • Eggin þurfa vera við herbergishita.
      • Ég læt þau standa á borði í ca þrjá klukkutíma eða lengur.
  • 300 gr. smjör.
  • 2 msk. grænmetiskraftur.
    •  Ég nota lífrænan og glúteinlausan.
  • 1 msk. Bernaise Essence
  • 2 tsk. estragon
  • Pipar eftir smekk.

Aðferð:

  • Setjið smjörið í pott og bræðið það á lágum hita.
    • Ég stilli hitann á lægsta á eldavélinni hjá mér.
      • Tekur ca tíu mínútur.
    • Þegar smjörið er að verða bráðið.
  •  Þeytið þá eggjarauðurnar á miklum hraða í hrærivél.
  • Þegar eggjarauðurnar eru orðnar vel þeyttar, bætið þá grænmetiskraftinum og  bernaise essence bætt út í og þeytið vel saman.
  • Því næst er smjörinu bætt saman við eggjablönduna.
    • Hellið  því varlega saman við í mjórri bunu og þeytið stöðugt í að meðan.
      • Ég helli smjörinu úr pottinum í könnu til að stjórna bununni
  • Bætið að síðustu estragoni  og pipar út í sósuna.
DSC_0618

Bræðið smjörið við lágan hita.

 

DSC_0623

Setjið eggjarauðurnar í hrærivélaskálina og þeytið.

 

DSC_0629

Á meðan smjörið er að bráðna þeytið þá eggjarauðurnar á miklum hraða.

 

DSC_0624

Þegar smjörið er bráðið hellið því í könnu.

 

DSC_0638

Hellið smjörinu rólega út í eggjahræruna.

 

DSC_0652

Njótið.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like