Bakstur

Skonsur ömmu Stellu

10. January, 2015
Amma Stella

Amma Stella

Amma Stella hafði aldrei verið það sem kallað var myndarleg húsmóðir. Hún var ekki sú sem bakaði fyrir helgar, tók slátur, sultaði og allt það sem húsmæður gerðu. Nú kann einhver að spyrja, já en hver gerði það? Trúið mér flestar húsmæðurnar í götunni okkar voru á fullu í eldhúsinu. En amma Stella lét það ekki á sig fá og fór eigin leiðir og var stolt af því. Hún var ótrúlega skemmtileg húsmóðir sem fór sínar eigin leiðir. Ég á margar mjög góðar matarminningar tengdar henni.

Aumingja hinir krakkarnir sagði amma Stella við okkur systkinin eitt mánudagshádegið, þar sem við sátum við matarborðið og borðuðum steikt lambalæri með öllu tilheyrandi hjá henni. „Hér sitjum við og borðum lambalæri á mánudegi en hinir krakkarnir verða að borða soðna ýsu” Já mikið fannst okkur við vera ótrúlega lánsöm.

Matreidslubok

Uppskriftir sem amma Stella skrifaði aftast í matreiðslubókina góðu.

Það er samt ekki eins og amma Stella hafi aldrei gert neitt í eldhúsinu. Auðvitað gerði hún mjög margt og það sem hún gerði var líka gott. Hún kenndi mér ýmislegt og gaf mér matreiðslubókina sína, sem var mín fyrsta. Þetta var eldgömul bók eftir Helgu Sigurðar. Mér þykir ótrúlega vænt um bókina og hún skipar heiðurssess í eldhúshillunni hjá okkur. Hún er ekki mikið notuð „ þýtt ekkert”. En það hefur stundum hvarflað að mér að hafa Helgu Sigurðar viku hjá fjölskyldunni. Hver veit hvað verður?

Eitt af því sem amma Stella var spesjallisti í og kenndi mér var að gera skonsur. Ég á góðar minningar úr eldhúsinu hjá henni að borða volgar skonsur með smjöri og osti og spjalla um daginn og veginn.

Í gegnum tíðina hefur uppskriftin breyst hjá mér eins og gengur en mér finnast skonsurnar alltaf jafn góðar.

 

Við fjölskyldan fáum okkur skonsur við hin ýmsu tækirfæri. Það kemur fyrir að við höfum þær í morgunmat. Stundum er pönnukökupannan tekin með í hjólhýsið og skellt í skonsur. En það sem er í mestu skonsu uppáhaldi hjá okkur núna er að smyrja skonsuna með sýrðum rjóma, setja salatblað þar yfir og raða reyktum laxi ofan á og að lokum smá smá topp af sýrðum rjóma, á sumrin klippum við niður graslauk og stráum yfir. Svo er það eitthvað með skonsur að okkur finnst nauðsynlegt að drekka te með.

Tilbuin skonsa

Uppskriftin mín

Ég nota lífrænt mjöl

Úr uppskriftinni koma 9 – 10 Absatz. af skonsum

Inhalt:

  • 2 bollar gróft spelt.
  • 1/2 bolli haframjöl.
  • 2 stk hamingjusöm egg.
  • 2 bollar AB mjólk.
  • 1 bolli mjólk (ég nota soya eða möndlumjólk).
  • 1 tsk lyftiduft.
  • 1 tsk vanilluduft
  • 1 tsk salt.

Verfahren:

 

  • Steikt á pönnu ég nota pönnukökupönnu .
  • Á meðan verið er að útbúa deigið er pannan hituð á eldavélahellunni.
  • Stillið eldavélahelluna á lágan straum. Ég stilli á 1 hjá mér, er með 3 stillingar.
  • Setjið öll innihaldsefnin í skál NEMA MJÓLKINA og hrærið með sleif eða sleikju.
  • Bætið mjólkinni smátt og smátt út í. Deigið á að vera frekar þykkt. Sjá mynd nr 1.
  • Ef ykkur finnst vanta meiri vökva, verið þá óhrædd að bæta honum við.
  • Þar sem engin olía eða smjör er í deiginu er gott að láta eins og 1 tsk af olíu á pönnuna þegar fyrsta skonsan er steikt.
  • Setjið eina ausu á pönnuna og steikið.
  • Hreyfið pönnuna til þar til deigið nær yfir alla pönnuna
  • Fyrri hliðin tók tæpar 4 mínútur hjá mér.
  • Þegar skonsan er full steikt á fyrri hliðinni myndast smá göt á henni. Sjá mynd nr 2.
  • Seinni hliðin tekur aðeins skemmri tíma. Sjá mynd nr 3.

 

  • IMG_1655[1]

    Mynd nr 1 deigið tilbúið.

    Tilbuin skonsa

    Mynd nr 3 fullbökuð.

    IMG_1651[1]

    Mynd nr 2 sjáið litlu götin . Tilbúin snú.

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like