Fiskur, Ýmislegt

Fallegt, kraftmikið og gott humarsalat

29. June, 2016
DSC_0750

Mér finnst bara eins og allt sé í gangi þetta sumarið. Já það er fótboltinn, þar sem strákarnir okkar eru svo sannarlega að skrá sig á spjöld sögunnar, og það voru forseta kosningarnar, það er góða veðrið og allt þetta skemmtilega sem fylgir sumrinu. Við hjónin höfum nú oftast verið á ferð og flugi út og suður öll sumur. En þetta sumar er aðeins í rólegri kanntinum varðandi mikið flandur. En um daginn fórum við þó í stutta ferð út fyrir landsteinana. Við skelltum okkur í stórgóða slökunar ferð til Tyrklands, þar sem við nutum samverunnar og sólarinnar í botn.

Okkur til mikillar gleði hefur barnabörnunum ringt yfir okkur hjónin. Við reynum að verja tíma með þessu dásamlega fólki, sem okkur að sjálfsögðu finnst best. Litlu krílin ásamt foreldrum sínum hafa komið með foreldrum sínum í hjólhýsið okkar á Flúðum. Ég get nú sagt ykkur það að þá er virkilegt líf og fjör. Eftir örfáa daga kemur næst elsta barnabarnið hún Sæsól Ylfa fjórtán ára frá Noregi og ætlar að njóta sumarsins með ömmu, afa og frændfólki á Íslandi. Bæði hún og við teljum niður dagana þar til hún kemur.

Ég hef áður sagt frá því hversu mikill salat maður Rúnar maðurinn minn er. Ekki get ég boðið honum alltaf upp á sama salatið ó nei. Ef ég á að reyna að lýsa humarsalatinu ætla ég nú bara að nota lýsingarorðið DÁSAMLEGT.

Humarsalat

Áætlað fyrir fjóra fullorðna.

DSC_0729

Innihald:

  • 500 gr. humar.
    • Skelflettur og hreinsaður.
  • 3 msk. ólífuolía.
  • 2 msk. tamari sósa.
    • Ég nota glútenlausa.
  •  2 msk. lífrænt hunang.
    • Ég nota lífrænt akasíuhunang.
  • 4 stk. hvítlauksrif.
  • ½ stk. rautt chilli.
  • 3 cm. ferskt engifer.
  • 200 gr. blandað salat.
    • Ég nota oftast lífrænt eða úr eigin garði 🙂 .
  • ½ stk. gúrka.
  • 1 askja litlir tómatar.
    • Að þessu sinni notaði ég heilsutómata
  • 2 msk. ristuð graskersfræ.
  • Lúka fersk basilíka.
  • ½ krukka fetaostur.
    • Ég nota  laktósafrían.

Aðferð:

  • Þýðið humarinn.
    • Ég læt humarinn í sigti á meðan ég þýði hann.
  • Pressið hvítlaukinn.
  • Skerið chilli frekar smátt.
  • Rífið engiferið niður.
  • Látið olíuna, tamarísósuna og hunangið í skál.
  • Bætið kryddinu saman við og hrærið vel saman.
  • Bætið humrinum út í og látið hann marinerast í leginum í ca 5 mínútur.
  • Hitið pönnuna.
  • Takið humarinn úr marineringunni og steikið á vel heitri pönnunni í 2 mínútur..
    • Látið marineringuna renna vel af.
      • Gott að nota t.d. gataspaða (fiskispaða).
  • Skerið tómatana og gúrkuna niður.
  • Blandið salatinu, gúrkunni og tómötunum saman í stórri skál.
  • Dreifið humrinum, graskersfræjunum, fetaostinum og basilíkunni ofan á salatið.
  • Hellið restinni af marineringunni yfir.
DSC_0722

Byrjið á að þýða humarinn.

 

DSC_0733

Útbúið marineringuna.

 

DSC_0741

Látið humarinn marinerast í fimm mínútur.

 

DSC_0743

Takið humarinn úr leginum, látið aðeins renna af honum.

 

DSC_0746

Steikið við háan hita í tvær mínútur.

 

DSC_0738

Ristið graskersfræin í stutta stund.

 

DSC_0750

Fallegt, girnilegt og gott salat.

Njótið.

 

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like