Bakstur, Eftirréttir / Kökur, Glútenlaust

Pekanterta án hveitis og sykurs

30. January, 2015

IMG_1763[1]

Takk Ásrún fyrir að geyma greinina og gefa mér.

Í gegnum tíðina hef ég alltaf lagt mig fram um að næra fjölskylduna vel. Ég elda fjölbreyttan mat og í „gamla“ daga hafði ég í huga að sem flestir fjölskyldumeðlimir gætu borðað hann. Það gekk nú ekki alltaf upp, þar sem börnin voru fjögur og alltaf einhver sem vildi ekki það sem var á boðstólnum. En það er nú allt önnur saga. Bakaði nánast allt sjálf, bæði brauð og kökur. Sagði með stolti að ég vissi þá hvað væri í bakkelsinu. Nákvæmlega ég vissi það upp á hár. Kaffibrauðið eins og þeir segja fyrir austan innihélt í réttu hlutfalli:  SYKUR – HVEITI – SMJÖRLÍKI  – PÚÐURSYKUR og ég veit ekki hvað og hvað. En trúið mér ég taldi mig vera að gera fjölskyldunni gott. Enda var ég að því. Og það sem meira er, það fengu fleiri en fjölskyldan að njóta bakkelsins frá mér. Allir landsmenn gátu það. Óhrædd og án þess að blikna var ég tilbúin að deila kökuuppskriftum í jólablað Moggans árið 1991.

Frá því ég fór að stússast í eldhúsinu hafa matarreglurnar stöðugt verið að breytast. Þá eins og nú studdist ég við hollustu matreiðslubækur. Ein þeirra var í miklu uppáhaldi enda hét hún Hollt og gott. Um daginn datt mér í hug að fara að glugga í hana. Ég varð heldur en ekki undrandi. Kíkti fremst í bókina, hún var gefin út 1986.  Sem mér finnst hafa verið í fyrradag. Hollustu uppskriftirnar innihéldu  SYKUR – HVEITI – SMJÖRLÍKI  – PÚÐURSYKUR  í töluverðu magni. Usssss í dag flokkast þetta ekki sem hollusta. Held að það muni ekki breytast í nánustu framtíð.

Mikið hefur nú margt breyst í eldhúsinu hjá mér síðan þá og er enn að breytast. Það gerðist ekki á einni nóttu. Ó nei! Ekkert af ofangreindu finnst í eldhúsinu hjá mér í dag eða hefur fundist  í mörg, mörg ár. Ég trúi því staðfastlega og finn á eigin skinni að þau hráefni sem ég nota í dag geri fjölskyldunni gott. Enn er ég að baka kökur og brauð og segi með STOLTI að ég viti nákvæmlega hvað bakkelsið mitt innihaldi.

 

 Uppskriftin

Uppskriftina fékk ég í dagblaði fyrir mörgum, mörgum árum. Skrifaði því miður ekki nafnið á þeim sem gaf hana. En takk fyrir þessa dásamlegu tertu.  

Pekanterta

Stillið bakaraofninn á 150°C

Ég baka tertuna í 24 cm kringlóttu tertuformi í 20 mínútur.

kaka hra¦üefni

Innihald í botninn:

 • 5 stk eggjahvítur úr hamingjusömum eggjum.
 • 150 g lífrænar döðlur.
 •  Vatn/ þarf að fljóta yfir döðlurnar.
 • 80 g möndlukurl.

Aðferð:

 • Setjið döðlurnar í pott og sjóðið í mauk.
  • Hrærið og stappið á meðan döðlurnar sjóða.
  • Kælið.eggjahvi¦üta
 • Kurlið möndlurnar.
  • Setjið í matvinnsluvél eða saxið með hníf.
  • Þá er komið möndlumjöl.
 • Aðskiljið eggin og setjið eggjahvíturnar í hrærivélaskálina.
 • Stífþeytið eggjahvíturnar. Tekur ca þrjár mínútur.
 • Blandið varlega saman við eggjahvíturnar, döðlumaukinu og möndlunum.
  • Notið sleikju eða sleif.
 • Bakið í 20 mínútur við 150°C.

 

Karamellan ofan á

Innihald:

 • 3 msk. pálmasykur
 • 2 msk. akasíuhunang
 • 80 g smjör
 • 100 ml rjómi eða kókosmjólk

Aðferð:

 • Setjið allt innihaldið í pott.
 • Sjóðið saman við lágan hita.
 • Hrærið í öðru hverju.
  • Gætið þess að karmellan sjóði ekki upp úr.
  • Tekur ca 20 mínútur.
 • Kælið í stutta stund. Þá þykknar karmellan

Ofan á teturna:

 • 1 bolli ristaðar pekanhnetur.

Ristið pekanhneturnar á pönnu þar til þær fara að taka lit. Kælið þær í stutta stund.

 

Hellið karmellunni yfir tertuna og skreytið hana með pekanhnetunum. Mér finnst nánast ómissandi að hafa þeyttan rjóma með.

 

Njótið.kaka tilbuin

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like