Eftirréttir / Kökur, Glútenlaust

Raw brownie

28. September, 2016
dsc_0623

Ég hef nú áður haft orð á því að ég hreinlega elska súkkulaði. Nei ekki hvaða súkkulaði sem er. Með árunum hef ég orðið vandlátari á hvað ég set ofan í mig hvort sem það er matur eða sætindi. Ég hef fundið það á eigin skinni að það hefur svo sannarlega áhrif á líðan hvað snætt er. Ég trúi á mátt matarins og reyni því að velja eins vel og ég hef vit til. Líka sætindi.

Ekki alls fyrir löngu fór ég á dásamlegt námskeið í Gló í gerð raw eftirrétta og sælgætis. Veit ekki hvað það er en mér finnst eitthvað svo ógirnilegt að segja hráfæði. Leiðbeinandinn var Ani Phyo en hún er vel þekkt í heilsugeiranum. Ani hefur gefið út fjölmargar vinsælar matreiðslubækur, sem eru stútfullar af girnilegum og góðum réttum. Það er sammerkt með uppskriftunum hennar að þær eru auðveldar í framkvæmd og innihaldsefnin fá. Allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju finnst mér bæði fallegt og ótrúlega gott.

img_4646

Þegar ég gekk inn í salinn var Ani mætt. Hún stóð þarna geislandi af heilbrigði og jákvæðri orku og tók á móti hverjum og einum eins og gömlum vini. Strax þarna féll ég fyrir Ani. Gat vart beðið eftir að prófa mig áfram með góðgætið hennar. Á þessum tveimur tímum sem námskeiðið stóð yfir töfraði hún áreynslulaust fram fimm sæta og góða rétti sem runnu ljúflega niður hjá okkur sem vorum á námskeiðinu.

Ani kenndi okkur líka nokkur trix. Eitt þeirra er matvinnslu skála/könnu trixið. Áður er ég lærði það, þvoði ég skálina eða könnuna alltaf fljótlega eftir notkun. Nei það gerði Ani ekki.  Hún fullnýtir hverja ögn af hráefnunum. Til dæmis þegar hún hefur útbúið gómsætan raw rétt, skálin/kannan er það sem áður kallaðist óhrein kallast nú hráefni í jurtamjólk. Hvernig má það vera gæti einhver spurt? Jú Ani bæti um það bil einum bolla af vatni í skálina/könnuna og setur vélina af stað. Já svona eins og þegar maður skolar skálina eftir notkun og hellir í vaskinn. En í stað þess að hella vökvanum í vaskinn hellir Ani honum í könnu og drekkur hverja ögn. Það var sama eftir hvaða rétt hún útbjó, mjólkin var virkilega góð.

Raw brownie

Best er að nota kröftuga matvinnsluvél við brownies gerðina.

Ég fékk 15 brownies úr uppskriftinni

dsc_0599

Innihald:

 • 1 bolli döðlur.
  • Ég nota lífrænar.
 • 1 bolli pekanhnetur.
 • 1½ skeiðar hreint kakó.
  • Ég nota lífrænt.
 • 1 msk. kókosolía.
 • ½ tsk. salt.
  • Ég nota flögu salt.

Aðferð:

 • Leggið döðlurnar í bleyti í ca 20 mín.
 • Mixið döðlurnar, kakóið og kókosolíuna vel saman.
  • Hugsanlega þarf að stoppa á milli og skafa barmana.
 • Bætið hnetunum saman við og vinnið saman í stutta stund.
 • Mótið kúlur úr deiginu.
  • Ég hef mínar á stærð við litla tómata.
 • Mér finnst best að láta kúlurnar kólna í ísskáp  áður en ég gæði mér á þeim.
dsc_0608

Mixið döðlur, kakó og kókosolíu vel saman.

 

dsc_0611

Döðlumaukið tilbúið.

 

dsc_0612

Hnetunum bætt við döðlumaukið og mixað saman.

 

dsc_0613

Maukið tilbúið.

 

img_4659

Mótið í kúlu á stærð við lítinn tómat.

Njótið.

 

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like