Bakstur, Eftirréttir / Kökur

Súkkulaðiterta

28. December, 2014

Súkkulaðitertasukkuladi

Þessa væri hægt að borða í morgunmat

 

Ég elska súkkulaði og súkkulaðitertur. Ég veit að ég er ekki eina konan í heiminum sem elskar súkkulaði. Við erum ótal, ótal margar sem gerum það.  Til dæmis vinn ég með mörgum konum sem hafa líka þessa súkkulaði ástríðu. Snemma á árinu ákváðum við súkkulaði konurnar að svala þessari súkkulaði ástríðu okkar með heljarinnar súkkulaðiboði. Hver og ein okkar mætti með gæða súkkulaði og lagði á hlaðborð. Tilfiningin var himnesk þegar staðið var við hlaðborðið og súkkulaðibitar voru valdir á disk og stungið í munn. Svona boð ætti hver einasta kona að halda sem virkilega elskar súkkulaði.

 

 

 En þrátt fyrir að vera haldin þessari súkkulaði ástríðu er ég heilsufrík.

Ég borða ekki allt súkkulaði og ekki allar súkkulaðikökur. Ég reyni að velja mjög  vel.

 

Í dag á ég afmæli og ætla þess vegna að baka uppáhalds súkkulaðitertuna mína handa afmælisgestunum og deila uppskriftinni með ykkur.

Ég nota alltaf spelt, pálmasykur, smjör og brún egg  í allt sem ég baka, einfaldlega vegna þess að mér finnst það betra og ég trúi að það sé hollara. En auðvitað er hægt að nota annað hráefni.

Þegar ég var byrjandi í bakstri var ýmislegt í uppskriftunum sem þvældist fyrir mér s.s. eins og hræra létt og ljóst og bræða yfir vatnsbaði.

Í stað þess að skrifa í uppskriftina hrærið létt og ljóst, gef ég upp tímann sem það tekur að hræra og vona innilega að það hjálpi einhverjum.

Að bræða yfir vatnsbaði:  Súkkulaði og smjör er sett saman í skál, skálin fer ofan í pott sem fylltur er með 1/4 af vatni. og brætt saman við lágan hita. Það verður að gæta þess að ekki fari vatn í skálina þegar vatnið fer að sjóða. Takið þá skálina upp úr vatninu í ca eina mínútu.

Ég veit að margir bræða súkkulaði í örbylgjuofni en ég hef ekki komist upp á lag með það.

 

Súkkulaðiterta

 IMG_1533

Ég byrja alltaf á að bræða súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði.

Innihald:

 • 4 stk.  egg
 • 1 ½ dl. pálmasykur.
 • 1 ½ dl. spelt.
 • 1 tsk vínsteinsduft.
 •  300 gr. suðusúkkulaði.
 • 200 gr. smjör.
 • 1 dl. rjómi.
 • 2 tsk. lakkrísduft.

Aðferð:

 • 200 gr suðursúkkulaði
 • 200 gr smjör
 • brætt saman yfir vatnsbaði.

          Kælt og þeytt síðan út í eggjablönduna

 • 4 stk egg
 • 1 1/2 dl. pálmasykur
 • Þeytt mjög vel saman.
  • Tekur um það bil fimm mínútur

Slökkvið á hrærivélinni og blandið saman við eggjahræruna. Mér finnst best að nota sleikju.

 •  1 1/2 dl. fínt spelt
 • 1 tsk. vínsteinsduft.
 • Bakað í kringlóttu tertuformi við 200°C í 20 mín.

 

Þegar tertan er full bökuð er hún kæld og hjúpuð með súkkulaðihjúp og skreytt að vild. Oftast nota ég fersk jarðar- og eða bláber

 

 Súkkulaðihjúpur

Innihald:Lakkrisduft

 • 1 dl rjómi
 • 100 gr suðusúkkulaði
 • 2 tsk lakkrísduft frá Johan Bulow.
  • Fæst í Epal má sleppa en er ótrúlega gott.

Aðferð:

 • Rjóminn hitaður upp að suðu.
 • Súkkulaðinu og lakkrísduftið hrært saman við.

Látið kólna og smurt síðan yfir tertuna.

Mér finnst órtúlega gott að gæða mér á súkkulaðitertunni með þeyttum rjóma.

Njótið

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like