Kjúklingur, Ýmislegt

Spínathjúpaður kjúklingur með bökuðum gulrótarstrimlum og kasjúhnetusósu

4. May, 2015
DSC_0265

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þegar ég var að alast upp var kjúklingur mjög sjaldgæfur á borðum landsmanna. Gott ef fólk þurfti ekki að kaupa smyglaða kjúklinga til að fá að njóta hans. Hann þótti meira að segja það fínn matur að hann var fullboðlegur á jólunum. Rúnar maðurinn minn var vanur að fá kjúkling á aðfangadag og þannig var það hjá okkur líka til að byrja með. Enn þá er kjúklingur herramanns matur. Hann er matreiddur bæði sem skyndibiti og hollusturéttur. Ég persónulega er hrifnari að hollustubitanum.

Ein af góðu matarminningum mínum tengjast kjúkling. Nýbúið var að opna matsölustað á Laugarveginum, held bara að hann hafi verið þar sem Spútnik er í dag. Amma Stella hafði frétt að þar væri ótrúlega góður körfukjúklingur. Hún lýsti honum fyrir okkur systkinunum. Kjúklingurinn er borinn fram í körfu og ekki notuð hnífapör þegar verið er að borða hann, í stað þeirra er borið fram sítrónuvatn í skál,  sem nota á til að skola af sér. Við systkinin vorum mjög spennt. Amma Stella pantaði leigubíl og við systkinin brunuðum með henni  á staðinn góða og gæddum okkur á yndislega góðum körfukjúkling.

Þessi kjúklingur er ekki körfukjúklingur en hann er líka ótrúlega góður. Hann minnir mig á sumarið og sólina sem er rétt handan við hornið.  Ef hægt er að tala um frískandi kjúkling uppfyllir þessi það.

Uppskrift

Áætlað fyrir 4 fullorðna.

Hitið ofninn í 180°C

DSC_0235

Innihald:

 • 1 stk kjúklingur.
  • Ég notaði vistvænan.
 • 1 – 2 stk sítrónur.
  • Ef notaðar eru tvær sítrónur verður afgerandi sítrónubragð af kjúllanum.
  • Ég notaði tvær.
 • 200 g spínat.
  • Ég notaði lífrænt.
 • 1 stk rautt chili.
 • 1 stk geiralaus hvítlaukur.
 • 4 msk möndlur.
 • ¼ dl ólívuolía.
 • Salt.

DSC_0254

Aðferð:

 • Spínat, chili, hvítlaukur, möndlur og salt sett í matvinnsluvélina og byrjað að mauka.
 • Ólívuolíunni bætt smátt og smátt saman við.
  • Þá er spínatpestóið tilbúið.
 • Leggið kjúklinginn á bakið og klippti hann eftir endilöngu og saltið hann að innan.
 • Skerið sítrónurnar niður.
  • Fyrst í tvennt og síðan í þrennt.
 • Sítrónurnar settar í ofnskúffu.
 • Kjúklingurinn flattur út og lagður ofan á sítrónurnar.
 • Spínatpestóinu dreift yfir kjúklinginn.
 • Gott að láta marinerast í ca 1 klukkustund.
  • Ekki nauðsynlegt.
 • Bakað við 180°C í 70 mínútur.

 

DSC_0265

Gulrótarstrimlar.

Mæli með þessu meðlæti.

DSC_0267

Innihald:

 • 500 g gulrætur.
 • 2 msk ólívuolía.
 • salt.

Aðferð:

 • Skolið gulræturnar og flysjið.
 • Skerið niður í strimla.
 • Setjið ólívuolíuna og salt í skál.
 • Veltið gulrótarstrimlunum upp úr ólíunni og saltinu.
 • Setjið í eldfast form.
  • Dreifið vel úr þeim.
 • Bakið við 180°C í 40 mínútur.

 

DSC_0283

Mér finnst ekki nauðsynlegt að gera sósu með þessum rétti, þar sem soðið sem kemur af kjúklingnum er ofboðslega góð. En aðrir í fjölskyldunni vilja sósu með nánast öllum mat og skellti ég því í kasjúhnetusósu.

Kasjúhnetusósa

Innihald:

 • 1 bolli kasjúhnetur.
  • Ég nota lífrænar.
 • 1 stk rauð paprika.
 • 1 msk næringarger.
  • Er í heilsuhillum verslanna.
  • 2 tsk grænmetiskraftur.
 • Salt.
 • ½ bolli kalt vatn.

Aðferð:

 • Setjið kasjúhneturnar í matvinnsluvél og byrjið að mauka.
 • Bætið vatninu smátt og smátt út í.
 • Bætið þá paprikunni, næringargerinu og saltinu saman.
 • Blandið vel saman.
 • Ef þið viljið fá sósuna þynnri bætið þá meira vatni saman við.

DSC_0289

 

Njótið.

Athugasemdir

athugasemdir

You Might Also Like